Vöfflukaffi NFFA og forvarnarfyrirlestur

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands voru með vöfflusölu á sal skólans í gær til styrktar Minningarsjóði Lovísu Hrundar. Seldu þau vöfflur með sultu og rjóma og gáfu allan ágóðan í forvarnarsjóðinn. Safnaðist hvorki meira né minna en 41.000 kr. Frábært framtak hjá þessum hugulsömu nemendum.

Tilefnið fyrir samkomunni á sal FVA voru forvarnarfyrirlestur sem sjóðurinn átti milligöngu með á afmælisdegi Lovísu Hrundar. Voru það Samgöngustofa og Sjéntilamannaklúbburinn á Bifröst sem héldu hvor sitt forvarnarerindi og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir sitt framlag. Eftir fyrirlesturinn gátu nemendur fengið sýnishorn á skertu sjónsviði með því að prufa Fatal Vision ölvunargleraugu, sem minningarsjóðurinn styrkti Séntilmannaklúbbinn með í úthlutun síðasta árs.

IMG_2058