Úthlutun styrks – 5. október 2018

Minningarsjóður Lovísu Hrundar úthlutaði styrk til forvarnastarfs þann 5. október síðastliðin.

Purkur ehf. sótti um styrk fyrir gerð heimildarmyndar um söguna á bakvið kvikmyndina Lof mér að falla. Heimildarmyndin á að ýta undir þá staðreynd að kvikmyndin sé byggð á raunverulegum sögum úr samfélaginu okkar og vonast er til að samfélagið átti sig á því að það þarf að veita þessu fólki frekari aðstoð og undirbúa það undir venjulegt líf án vímuefna.

Heimildarmyndin hefur fengið heitið Lof mér að lifa og er sýnd í tveimur hlutum á RÚV þann 14. og 15. október.