Um sjóðinn

Minningarsjóður Lovísu Hrundar er stofnaður í minningu Lovísu Hrundar Svavarsdóttur sem lést þann 6. Apríl 2013 í hörðum árekstri á Akrafjallsvegi þegar ölvaður ökumaður,sem kom úr gagnstæðri átt keyrði í veg fyrir hana. Lovísa Hrund lést samstundis við áreksturinn.

Það eru foreldrar Lovísu Hrundar sem að stofnuðu sjóðinn, þau Hrönn Ásgeirsdóttir og Svavar Skarphéðinn Guðmundsson.

Tilgangur minningarsjóðsins er að stuðla að fræðslu og forvörnum gegn akstri ökutækja undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Sjóðurinn mun veita styrki til forvarnarverkefna og þannig styðja við þá aðila sem hafa áhuga á að leggja baráttunni lið.

Í stjórn Minningarsjóðsins sitja:

Jóhannes Kr. Kristjánsson           Blaðamaður
Ásgeir Sævarsson                         Bróðir Lovísu Hrundar
Sigurður Már Gunnarsson           Lögfræðingur

Í varastjórn sitja:

Hrönn Ásgeirsdóttir                      Móðir Lovísu Hrundar
Heiður Sævarsdóttir                      Systir Lovísu Hrundar

Staðfest skipulagsskrá

Minningarsjóður Lovísu Hrundar Svavarsdóttur
Kennitala: 490813-0200

minningarsjodur@lovisahrund.is