Takk fyrir stuðninginn!
Síðastliðna helgi fór Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fram í frábæru veðri á menningarnótt. Alls voru 43 hlauparar búnir að skrá sig fyrir áheitum á Minningarsjóð Lovísu Hrundar á hlaupastyrkur.is. Stóðu allir þessir hlauparar sig með stakri prýði og náðu að safna áheitum að fjárhæð 864.000 kr. fyrir sjóðinn. Við erum ákaflega þakklát fyrir þann stuðning sem sjóðurinn fékk, bæði að hálfu þeirra sem að hlupu og allra sem að lögðu fram áheit á hlauparana.
Eins var gaman að sjá alla sem að hlupu í bleikum bolum merktum sjóðnum og vöktu þar með athygli á málstaðnum.
Takk kærlega fyrir stuðninginn.