Styrkur til stuttmyndgerðar um alvarleika ölvunarakstur

Ungur og efnilegur skagastrákur að nafni Ísak Máni Sævarsson sótti um styrkt til sjóðsins vegna verkefnis sem snýr gerð stuttmyndar um alvarleika ölvunaraksturs. Ísak er áhugamaður um kvikmyndagerð og stefnir á að leggja þann iðnað fyrir sig. Við fögnum þessum áhuga hjá yngri kynslóðinni fyrir forvarnarmálum og vonum að hann nái að hreyfa við breiðum hóp Íslendinga.

Það er því sönn ánægja að tilkynna að Minningarsjóður Lovísu Hrundar ætlar að styrkja Ísak í þessu verkefni, sem er í frekari vinnslu og fjársöfnun.

Við óskum Ísak góðs gengis í undirbúningnum og hlökkum til að sjá afraksturinn.