Styrkir
Minningarsjóður Lovísu Hrundar styrkir fræðslu og forvarnarverkefni gegn ölvunar- og vímuefnaakstri.
Úthlutun styrkja úr sjóðnum getur farið fram tvisvar á ári og fer fjöldi úthlutana eftir fjölda styrkbeiðna og ákvörðun stjórnar.
Úthlutunardagar eru 6. apríl og 5 október.
Til að sækja um styrk þarf að fylla út umsóknareyðublaðið hér að neðan, senda það á með tölvupósti á minningarsjodur@lovisahrund.is eða prenta það út, skrifa undir og senda á heimilisfang minningarsjóðsins.
Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi tveimur vikum fyrir þann úthlutunardag sem sótt er um.
Heimilisfang:
Minningarsjóður Lovísu Hrundar Svavarsdóttur
Einigrund 14
300 Akranes