Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í 34.sinn síðastliðin laugardag og tóku rúmlega 14 þúsund manns þátt í blíðskaparveðri.
Áheitasöfnuninni lauk svo á miðnætti í gær á hlaupastyrkur.is. Aldrei hefur safnast eins há upphæð í áheitum í heildina og var áheitasöfnun skráðra hlaupara fyrir Minningarsjóð Lovísu Hrundar þar engin undantekning. Alls náðu þessir duglegu hlauparar að safna 1.129.000 kr. fyrir sjóðinn, en 31 hlaupari var skráður til leiks fyrir áheitum.
Við fögnum því eins og komið hefur fram, að Íslandsbanki ætli að leggja söfnuninni enn frekar lið og greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina. Því fara öll áheitinn óskert til góðgerðafélaganna í ár.
Enn og aftur þúsund þakkir fyrir allan stuðninginn við okkur í ár.