Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka handan við hornið

Nú er Reykjavíkurmaraþonið handan við hornið og stuðningurinn sem minningarsjóðurinn hefur fengið á hlaupastyrkur.is verið vægast sagt frábær. Í þessum skrifuðu orðum eru 43 hlauparar skráðir til leiks sem að heita á sjóðinn og hafa nú þegar safnast 761.000 kr. sem er frábær árangur.

Hluti af hópnum hefur ákveðið að hlaupa í bleikum bolum í anda Lovísu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Photo 22.8.2014 23 18 08

Við þökkum öllum hlaupurum og stuðningsaðilum fyrir að sýna þessu þarfa málefni áhuga og munum að njóta dagsins.

http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/490813-0200

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *