Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2016
Síðastliðin laugardag fór fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka þar sem þúsundir hlaupara nutu dagsins í frábæru veðri. Minningarsjóður Lovísu Hrundar varð fyrir valinu hjá 24 hlaupurum sem góðgerðarfélag á hlaupastyrkur.is og erum við ákaflega þakklát fyrir þeirra áhuga á málstaðnum. Eins ber að fanga þeim gríðarlega stuðning sem þau hlutu í áheitasöfnun sinni, en hvorki meira né minna en 1.048.000 kr. söfnuðust í ár.
Stuðningshópurinn á hlaupaleiðinni á líka hrós skilið, í ár var komin nýr borði sem gerir stuðningshópinn enn sýnilegri og stóðu þau vaktina allan daginn til að hvetja hlauparanna áfram.
Þetta verður bara skemmtilegra með hverju árinu.
Takk kærlega fyrir okkur.
Hluti hlauparanna sem fóru 10 km.
Stuðningshópurinn á hlaupaleiðinni