Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og hlaupastyrkur.is
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram laugardaginn 22. ágúst síðastliðin við frábærar aðstæður. Flestir sem taka þátt eru að hlaupa sér til skemmtunar og ekki skemmir fyrir að geta látið gott af sér leiða í leiðinni í gegnum hlaupastyrkur.is þar sem fjöldin allur af frábærum góðgerðarfélögum er skráður til leiks.
Í ár voru 22 hlauparar skráðir fyrir áheitum á Minningarsjóð Lovísu Hrundar og viljum við nota tækifærið og þakka þeim öllum kærlega fyrir að veita okkur þennan liðsstyrk. Ekki má gleyma öllum þeim sem að lögðu sitt af mörkum með áheitum á hlauparanna.
Alls söfnuðust 724.000 kr. í sjóðinn þetta árið og er það frábær árangur, sem við eigum ykkur öllum að þakka.
Takk kærlega fyrir okkur í ár.