Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka – Hlaupastyrkur.is

 

Nú styttist í hið árlega Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Minningarsjóður Lovísu Hrundar verður með á hlaupastyrkur.is í fjórða sinn síðan sjóðurinn var stofnaður. Það var einmitt söfnun í gegnum hlaupastyrk sem lagði grunninn að þeirri upphæð sem þurfti til að stofna sjóðinn árið 2013. Áheit á hlaupara hefur því verið okkar helsta fjáröflunarleið frá upphafi.

Nú eru komnir 18 einstaklingar sem ætla að hlaupa til góðs fyrir minningarsjóðinn með því að safna áheitum og í leiðinni halda minningu Lovísu Hrundar á lofti. Við þökkum öllum sem ætla að vera með og hvetjum alla til að styðja við bakið á þessum dugnaðarforkum.

Hér er síða minningarsjóðsins á hlaupastyrkur.is:
https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/100/minningarsjodur-lovisu-hrundar-svavarsdottur

logo