Minningartónleikar Lovísu Hrundar

Frábærir minningartónleikar fóru fram í gærkvöldi fyrir fullum sal í Bíóhöllinni. Eins voru tónleikunum varpað út á netið og voru hátt í 2000 manns að fylgjast með þar líka. Allt þetta fólk komið saman til að heiðra minningu Lovísu Hrundar og leggja sitt af mörkum í fjáröflun fyrir forvarnarsjóðinn. Við eigum greinilega mikið að góðu fólki að.

Þegar þessi frétt er skrifuð hafa safnast yfir 1.300.000 kr. í tengslum við tónleikana og afmælisdaginn hennar Lovísu. Frábær niðurstaða á góðum degi. Innkoma af tónleikunum sjálfum skiptist niður í 752.500 kr. í miðakaupum og 296.000 kr. í frjálsum framlögum með millifærslum.

Nemendafélag FVA safnaði 41.000 kr. með vöfflusölu í skólanum á tónleikadegi.

Fyrirtæki á Akranesi studdu okkur líka fyrir tónleikana. Söfnuðust 220.000 kr. með þeirra frjálsu framlögum.

Fyrirtækin sem stóðu við bakið á okkur eru HB Grandi, Akraneskaupstaður, Íslandsbanki, Bifreiðastöðin ÞÞÞ, Lögfræðiþjónusta Akraness, Fasteignasalan Valfell, LH Bókhald, Guðmundur B. Hannah, Verslunin Einar Ólafsson og Galito.

Fyrirtækin sem að lögðu okkur lið til að láta tónleikana verða að veruleika eru Vinir Hallarinnar, Hljóð-X og Sonik. Án þeirra aðstoðar og framlögum hefði þetta ekki verið framkvæmanlegt og ber sérstaklega að þakka Ísólfi Haraldssyni og Inga B Róbertssyni fyrir þeirra utanumhald og skipulagningu.

Takk kærlega fyrir okkur.

lovisa