Minningartónleikar Lovísu Hrundar – 5. október 2015

Í tilefni af því að Lovísu Hrund hefði orðið 20 ára þann 5. október 2015, hefur verið ákveðið að halda minningartónleika henni til heiðurs.

Ágóðinn af tónleikunum rennur óskiptur til Minningarsjóðs Lovísu Hrundar.

Fram koma:

Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi
12032104_693653670770019_961571163801888647_n

Ylfa og Hallur
12002109_693653854103334_7426619535108387713_n

Jón Jónsson og Friðrik Dór
11218548_693654334103286_605822727191109995_o

Low Roar
12036931_694303107371742_7096830779424957654_n

Kynnir kvöldsins er Ólafur Páll Gunnarsson.

Jóhannes Kr. Kristjánsson mun flytja hugvekju.

Allir sem koma að minningartónleikunum gefa vinnuna sína.

Tónleikarnir hefjast kl 20:00 í Bíóhöllinni Akranesi, þann 5. október næstkomandi.

Miðaverð: 3.500 kr.

Miðasala hefst kl 18:00 á tónleikadegi (ath. enginn posi á staðnum).