Minningarsjóður Lovísu Hrundar á hlaupastyrkur.is

Á síðasta ári var Minningarsjóður Lovísu Hrundar skráður til leiks sem góðgerðarfélag á hlaupastyrkur.is. Markmiðið var að safna upp í þá upphæð sem þarf að leggja fram við stofnun löglegs minningarsjóðs en það eru 1.083.000 kr. fyrir árið 2014. Gekk það framar vonum og náðist að safna fyrir stofnfénu og gott betur. Innilegar þakkir til allra sem hlupu í fyrra og þeirra fjölmörgu sem hétu á hlauparanna.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram þann 23. ágúst 2014 og er áheitasöfnun hafin inn á hlaupastyrkur.is.  Minningarsjóður Lovísu Hrundar er einnig skráður sem góðgerðarfélag í ár og er hægt að fylgjast með og styðja hlauparana sem hlaupa fyrir sjóðinn á eftirfarandi slóð:

http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/490813-0200

Lovísa Hrund 1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *