Fyrsta úthlutun styrkja

Fyrsta úthlutun úr minningarsjóði Lovísu Hrundar var á 19. ára afmælinu hennar 5. október 2014. Núna í kvöld komu styrkþegar og tóku formlega við styrkjunum á heimili Lovísu Hrundar og átti hópurinn gott spjall um hvert verkefni og var eldmóður allra á málefninu áberandi.

Alls skiluðu sér 14 erindi til sjóðsins í kringum þessa fyrstu úthlutun og því var vandasamt að velja verkefni til að styrkja, úr þessum hópi góðra hugmynda. Reyndum við að hafa verkefnin sem fjölbreyttust til að ná til sem flestra í samfélaginu.

Eftirtaldir hlutu styrk í þetta sinn:

 • Jóel Ingi Sæmundsson
  • Leikverk „Djúp Spor“. Sýningar hefjast haust 2015
  • Styrkur 800.000 kr. í tveimur hlutum
 • H-tónar ehf.
  • Stutt forvarnarmyndbönd í samvinnu við Kaldá Kvikmyndagerð.
  • Styrkur 400.000 kr.
 • Sonja Huld Guðjónsdóttir
  • Forvarnarfyrirlestrar í framhaldsskólum og félagsmiðstöðvum
  • Styrkur 250.000 kr.
 • Sjéntilmannaklúbburinn Bifröst
  • Heimsækja Háskóla og verslunarmiðstöðvar, hafa áhrif á samfélagsvitund með Fatal Vision gleraugum
  • Styrkur 140.000 kr.
 • Styrkjum einnig tvær herferðir sem eru á vegum félaga lögreglumanna um 55.000 kr.

uthlutun sjodsins

Samtals er minningarsjóður Lovísu Hrundar því að ráðstafa 1.645.000 kr. í forvarnaverkefni í þetta sinn. Það er frábært fyrir aðstandendur Lovísu Hrundar og stjórn sjóðsins að sjá hversu margir eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum í þessari baráttu.

Við erum ótrúlega þakklát fyrir áhugann sem sjóðnum er sýndur og erum sannfærð um að saman getum við haft áhrif og breytt hugarfari fólks til aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Stjórn sjóðsins og aðstandendur Lovísu Hrundar vilja þakka öllum þeim sem sóttu um styrk í sjóðinn og óskar þeim sem hlutu styrk í þetta sinn góðs gengis með sín verkefni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *