Úthlutun styrks – október 2020

Minningarsjóður Lovísu Hrundar afhenti í dag myndarlegan styrk til Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna að upphæð 2.000.000 kr. vegna endurnýjunar á Veltibílnum. Síðastliðin 25 ár hefur félagið notað Veltibílinn markvisst til þess að vekja athygli landsmanna á mikilvægi bílbeltanna. Á þessum tíma hafa 362.000 manns farið hring í bílnum. Barátta fyrir umferðaröryggi hefur verið hornsteinn félagsins…

Read More

Úthlutun styrks – 5. október 2018

Minningarsjóður Lovísu Hrundar úthlutaði styrk til forvarnastarfs þann 5. október síðastliðin. Purkur ehf. sótti um styrk fyrir gerð heimildarmyndar um söguna á bakvið kvikmyndina Lof mér að falla. Heimildarmyndin á að ýta undir þá staðreynd að kvikmyndin sé byggð á raunverulegum sögum úr samfélaginu okkar og vonast er til að samfélagið átti sig á því að…

Read More

Ökum allsgáð

Brandenburg auglýsingastofa hjálpaði okkur að útfæra litla áminningu fyrir verslunarmannahelgina. Var hún birt í fréttablaðinu um verslunarmannahelgina og nokkur skipti til viðbótar síðustu vikurnar. Við erum gríðarlega ánægð með útkomuna hjá þeim og mun plakatið nýtast okkur vel í baráttunni í framtíðinni.

Read More

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í 34.sinn síðastliðin laugardag og tóku rúmlega 14 þúsund manns þátt í blíðskaparveðri. Áheitasöfnuninni lauk svo á miðnætti í gær á hlaupastyrkur.is. Aldrei hefur safnast eins há upphæð í áheitum í heildina og var áheitasöfnun skráðra hlaupara fyrir Minningarsjóð Lovísu Hrundar þar engin undantekning. Alls náðu þessir duglegu hlauparar að safna 1.129.000…

Read More

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka – Hlaupastyrkur.is

Næstkomandi laugardag fer Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fram og fjölmargir keppendur skráðir til leiks. Þegar þetta er skrifað eru 28 hlauparar skráðir fyrir áheitum á Minningarsjóð Lovísu Hrundar á hlaupastyrkur.is og erum við gríðarlega þakklát fyrir þennan mikla stuðning. Endilega kíkið á síðu minningarsjóðsins á hlaupastyrkur og hvetjið þessa dugnaðarforka áfram. https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/302/minningarsjodur-lovisu-hrundar-svavarsdottur

Read More

Fjölbrautarskóla Vesturlands afhentur styrkur

Á viðburði tengdum forvarnafræðsla og heilsueflingu í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi fór fram formleg afhending á nýjum áfengismæli sem Minningarsjóður Lovísu Hrundar styrkti skólann um. Nemendafélag skólans hefur haldið úti svokölluðum edrúpotti undanfarin ár, en hann gengur út á það að hvetja nemendur á jákvæðan hátt til að skemmta sér án áfengis. Verkefnið fer þannig…

Read More

Úthlutunardagur styrkja – 5. október 2016

Við minnum á úthlutunardag styrkja, sem er 5. október næstkomandi. Upplýsingar fyrir umsækjendur eru hér á síðunni undir styrkir. Við hvetjum því alla sem eru með góða hugmynda að fræðslu eða forvarnarstarfi gegn ölvunar- og vímuefnaakstri að senda okkur umsókn.  

Read More

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2016

Síðastliðin laugardag fór fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka þar sem þúsundir hlaupara nutu dagsins í frábæru veðri. Minningarsjóður Lovísu Hrundar varð fyrir valinu hjá 24 hlaupurum sem góðgerðarfélag á hlaupastyrkur.is og erum við ákaflega þakklát fyrir þeirra áhuga á málstaðnum. Eins ber að fanga þeim gríðarlega stuðning sem þau hlutu í áheitasöfnun sinni, en hvorki meira né…

Read More

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka – Hlaupastyrkur.is

  Nú styttist í hið árlega Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Minningarsjóður Lovísu Hrundar verður með á hlaupastyrkur.is í fjórða sinn síðan sjóðurinn var stofnaður. Það var einmitt söfnun í gegnum hlaupastyrk sem lagði grunninn að þeirri upphæð sem þurfti til að stofna sjóðinn árið 2013. Áheit á hlaupara hefur því verið okkar helsta fjáröflunarleið frá upphafi. Nú…

Read More

Styrkur til stuttmyndgerðar um alvarleika ölvunarakstur

Ungur og efnilegur skagastrákur að nafni Ísak Máni Sævarsson sótti um styrkt til sjóðsins vegna verkefnis sem snýr gerð stuttmyndar um alvarleika ölvunaraksturs. Ísak er áhugamaður um kvikmyndagerð og stefnir á að leggja þann iðnað fyrir sig. Við fögnum þessum áhuga hjá yngri kynslóðinni fyrir forvarnarmálum og vonum að hann nái að hreyfa við breiðum…

Read More

«