Framlenging á umsóknarfresti styrkja
Þar sem umsóknarfresturinn fyrir úthlutunina þann 5. október næstkomandi er útrunnin og engin umsókn hefur borist sjóðnum, höfum við ákveðið að framlengja umsóknarfrestinum til 1. október. Við munum reyna að auglýsa þessa breytingu eins vel og við getum og hvetjum alla til að hjálpa okkur við það. Eins ef þið vitið um einhvern sem er með góða hugmynd eða eldmóð fyrir málstaðnum að hvetja viðkomandi áfram.
Við bendum á umsóknarformið á heimasíðunni: http://lovisahrund.is/styrkir
Ef þið eruð með einhverjar fyrirspurnir eða athugasemdir þá endilega sendið okkur línu á minningarsjodur@lovisahrund.is