Fjölbrautarskóla Vesturlands afhentur styrkur

Á viðburði tengdum forvarnafræðsla og heilsueflingu í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi fór fram formleg afhending á nýjum áfengismæli sem Minningarsjóður Lovísu Hrundar styrkti skólann um.

Nemendafélag skólans hefur haldið úti svokölluðum edrúpotti undanfarin ár, en hann gengur út á það að hvetja nemendur á jákvæðan hátt til að skemmta sér án áfengis. Verkefnið fer þannig fram að velji nemendur að blása í áfengismæli á dansleikjum skólans, fer nafnið þeirra í happadrættispott. Þátttakan í edrúpottinum hefur verið að aukast og er komin upp í 40% nemenda sem sækja viðburðina.

Nánar má sjá frétt um Forvarnarfræðslu og Heilsueflingu FVA á heimasíðu skólans http://fva.is/

Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigurður Már Gunnarsson afhenda mælinn, fyrir hönd sjóðsins. Með honum á myndinni eru Kristín Edda Búadóttir, Forvarnafulltrúi og Ágústa Elín Ingþórsdóttir, Skólameistari

17-11-16a