Félagsmiðstöðin Holtið safnar fyrir Minningarsjóð Lovísu Hrundar

Í júní tók Minningarsjóður Lovísu Hrundar á móti peningagjöf frá unglingunum í félagsmiðstöðinni Holtinu í Norðlingahverfi. Í apríl héldu þau úti góðgerðarviku þar sem velja átti góðgerðarsamtök til að styrkja og varð sjóðurinn okkar fyrir valinu.  Að sögn Guðfinnu Valgeirsdóttur forstöðumanns Holtsins, þá voru unglingarnir öll á einu máli að styrkja sjóðinn hennar Lovísu Hrundar. Haldið var ball, safnað flöskum og að lokum haldið góðgerðarbingó. Afraksturinn

Það gleður okkur mikið að taka við afrakstri þessara flottu krakka, sem eru svo sannarlega með hjartað á réttum stað að vilja láta gott af sér leiða. Eins er það ánægjulegt að vita að þau skulu öll vera samála að leggja lóð á vogarskálar forvarnarbaráttunnar gegn ölvunar- og fíkniefnaakstri.

Við þökkum krökkunum kærlega fyrir traustið.